<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 29, 2005

Fyrirgefðu... 

Er eitthvað sem ég bjóst seint við að heyra frá gaurnum sem kýldi mig hérna um árið... en í morgun á vaktaskiptum kom hann til mín og baðst afsökunar á því að hafa ráðist á mig fyrir þremur árum síðan. Eins og mér einum er lagið sagði ég að það væri ekkert mál... en hann ætti að vita af því að það væri krafa á leiðinni á hann þar sem að við ætlum að festa dóm á hendur honum vegna tannlæknakostnaðar og miskabóta sem ég fékk aldrei. Hann játti því bara og mér sýndist hann alveg vita upp á sig sökina. Honum þótti þetta leiðinlegt, þ.e. að hafa valdið mér þessum 'óþægindum' en það verður fróðlegt að sjá hvernig hann bregst við því þegar krafan er komin.

Batnandi mönnum er best að lifa...

Ég veit það ekki... en ég held að ég hefði aldrei kært hann hefði hann komið framan að mér í stað þess að koma hérumbil aftan að mér. Ég sá höggið aldrei koma og eftir að ég stóð upp var hann kominn að Markinu (Ljóskulandi) frá Breiðinni og það er ekki eins og að ég hafi legið eitthvað í götunni... hann var mjög fljótur að hlaupa. Þetta var semsagt svona 'authentic hit-and-run' eins og maður segir. Ég sagði við hann að mér findist það lélegt af honum að hafa ekki komið framan að mér. Sleppti því nú reyndar að segja við hann að önnur ástæða að baki þess að ég kærði hann var sú að mér fannst gert mikið á minn hlut af þessum manni þar sem að ég var 'alltaf' að bjarga bróður hans út úr slagsmálum hérna í denn. Ótrúlega sárt að hafa bjargað bróður hans nokkrum sinnum út úr slagsmálum og svo er maður kýldur kaldur með 'hit-and-run' út af ekki neinu.

Hann sagði líka að ég hefði ekki átt þetta skilið. Sem ég veit fyllilega vegna þess að hann var að 'pikka fæt'.

En það er ekki eftir neinu að bíða... bíðum samt aðeins...

Lag dagsins í dag 'Hard to say I'm sorry' með Chicago

miðvikudagur, maí 25, 2005

Fær mann til þess að hugsa... 

Anes (Anders) yfirmaður minn í Neðstalandi (Frístundaheimili á vegum ÍTR í Reykjavík) fór snemma heim í dag. Eða réttara sagt fór hann ekki heim heldur á sjúkrahús hérna í Reykjavík til þess að heimsækja vin sinn sem greindist með krabbamein í dag. Það var stuttur aðdragandi að þessum veikindum og vinur hans er aðeins rétt-rúmlega þrítugur.
Maður kemst hreinlega ekki hjá því að hugsa um þetta og til þess að reyna að skilja aðstæður betur reyndi ég að setja mig í spor þeirra.

Ég veit náttúrulega ekkert hvers kyns þetta krabbamein er og einn dagur getur bara breytt lífi manns algjörlega. Ég get bara hreinlega ekki ímyndað mér hvernig það er að fá svona fréttir, þó svo að ég hafi nú greinst með húðkrabba á sínum tíma og það sé búið að skera mig á þremur stöðum. Það er kannski þessvegna sem ég hugsaði eitthvað meira um þetta heldur en maður myndi annars gera. Samt náði ég ekki setja mig í þessi spor (skiljanlega?).

Ég rölti heim að skrallinu á laugardaginn seinasta með skólasystur minni (sem ég ætla ekki að geta nafns vegna þess að fólk gæti hreinlega bara misskilið eitthvað og spurt hana hvort að hún væri þá komin með holdsveiki eða eitthvað álíka FÁRÁNLEGT!) og ég er alveg búinn að sjá það að maður hefur það ótrúlega fínt í lífinu. Ég meina það er alltaf eitthvað sem kemur uppá og allt það en ef maður tekur hlutunum ekki bara létt þá á maður bara eftir að verða stofnanamatur.
Bjúddífol myndi Mamma Rokk segja... ég reyndar komst að því á sínum tíma að sama hversu slæmt ástandið er, þá er alltaf einhver einhversstaðar sem hefur það verr heldur en maður sjálfur og það fær mann alltaf til þess að gera ekki of mikið úr einhverju þegar á móti blæs.

Í lok vinnudagsins var ég farinn að hugsa um hvernig ég myndi verja mínum síðasta tíma ef ég fengi eitthvað ólæknandi krabbamein... og ég komst að þeirri niðurstöðu að ég myndi eyða tímanum mínum í að gera eitthvað skemmtilegt með mínum nánustu, fjölskyldu og fjölmörgum vinum, ferðast og gera góðverk. Svona er maður skrýtinn... eða hvað? Sá bara fyrir mér fjölskyldu og vini brosandi... það var miklu skemmtilegri tilhugsun heldur en að sjá fyrir sér þetta sama fólk grátandi.

Rokkarinn... sáttur með lífið og tilveruna... brosandi.
Lag dagsins er 'Make me smile' með Chicago:
Children play in the park, they don’t know
I’m alone in the dark, even though
Time and time again I see your face smiling inside

I’m so happy
That you love me
Life is lovely
When you’re near me
Tell me you will stay
Make me smile

Living life is just a game so they say
All the games we used to play fade away
We may now enjoy the dreams we shared so long ago

Oh my darling
Got to have you
Feel the magic
When I hold you
Cry sweet tears of joy
Touch the sky

Now I need you more than ever
No more crying, we’re together
Tell me you will stay,
make me smile.

sunnudagur, maí 22, 2005

Jahérna... 

Þetta minnir mig nú bara á sumarið '68... Það var á þriðjudegi!

Heimska fólk!!! 

Ása Þóra vinkona hringdi í mig í gær, ótrúlega sár vegna þess að á árgangsmótinu hennar voru eitthvað um 4 manneskjur búnar að gefa sig á tal við hana og spyrja hana hvort að hún væri í ruglinu! Ég er búinn að taka út það sem snerti hana varðandi póst frá mér um daginn og mér finnst alveg merkilegt að fólk sem er það tæknivætt að það geti rambað inn á síðuna mína á INTERNETINU geti hvorki LESIÐ né SKILIÐ það sem hér hefur verið póstað! Þess vegna heitir þessi póstur í höfuð þessa fólks... HEIMSKA FÓLK! Mér finnst ótrúlega spez að fólk sem getur fengið það af sér, að bera þessa heimsku upp á hana Ásu Þóru vegna þess að með því undirstrikar það hreinlega eigin heimsku! Þannig að þið sem höfðuð kjark í að bera þetta upp á hana, þið eruð bæði heimsk og kunnið ekki að lesa.

Ása Þóra essgan... ég biðst bara hreinlega afsökunar á þessari heimsku í jafnöldrum þínum... sem er bara með einsdæmum... og velti fyrir mér um leið hvort að hún móðir mín; Mamma Rokk hafi lent í svipuðu rugli með ástarleikmann sinn... þ.e. að hann hafi verið bendlaður við fíkniefnamisnotkun út frá pósti á blogginu mínu.

Bær dagsins er án efa EKKI Akranes sökum ólæsis og heimsku!

fimmtudagur, maí 19, 2005

Hey! Ég er með hugmynd... 

Á næsta ári skulum við láta Þorvald Bjarna semja lagið fyrir undankeppni Eurovision og láta bæði Selmu og Jónsa flytja það... Bara til þess að undirstrika að ÞAÐ SÉ EKKI AÐ VIRKA!!!

Give it a rest segi ég nú bara...

En ég er guðslifandi feginn að Ísland komst ekki áfram, fyrir utan þá staðreynd að Ísland myndi fara á hausinn við að halda svona keppni, því að þá er ég laus við að hlusta á þetta helvítis raus og kjaftæði í Gísla Marteini. Skil ekki af hverju RÚV-mafían fær ekki Eirík Hauksson til þess að lýsa þessu?!? Kannski af því að Gísli Marteinn er hundleiðinlegur og að Eiríkur hefur aksjúallí vit á þessu?!?!?!?!?!?

Mér fannst það mjög lýsandi fyrir tónlistarsmekk og -gáfur að hann skyldi hafa sagt að þau væru með ógeðningslagið frá XXX á heilanum.

En ég vona innilega að Noregur vinni þetta. Þarna er nú hreinræktað glysrokk á ferð og Gísli Marteinn; Þeir eru að meina þetta!
Fyndið að hugsa til þess að fyrir ári síðan var ég staddur í Sydney í Ástralíu á leið á tónleika með Kiss! Gaman að þessu... og lifi rokkið.

Nú er ég búinn að sjá... 

2 árekstra með stuttu millibili... þó svo að ég sé nýbúinn að lenda í þessu sjálfur 2svar á stuttu tímabili þá er ég óneitanlega smeykur um að ég sé að fara að lenda í þessu aftur :(
Staðreyndin er sú að t.d. inní Álveri er þumalputtareglan sú að á bak við 100 næstumþvíslys er eitt fjarveruslys og á bakvið 10 fjarveruslys er eitt banaslys... þetta er svona einhver norræn slysatíðnispæling...
Dauðvorkenndi ungu konunni sem lenti í árekstri rétt fyrir framan mig á hinni akgreininni (tvíbreið akgrein). En það er spurning hversu vel hún hafi verið að fylgjast með því að ég náði að segja: „Ertu ekki að djóka í mér?“ rétt áður en hún klessti aftan á bílinn á svolitlum hraða. Eða allaveganna nógu miklum hraða til þess að afturdekkin lyftust næstum frá jörðinni og að húddið myndaði A og ekki sást út um framrúðuna. Skiljiði? Þegar ég keyrði svo framhjá henni þá hallaði hún sér aftur í sætinu og hélt um enni sér. Sýndist ég sjá barnabílstól afturí en ég þori ekki að veðja um það. Einbeitt mér líka aðeins að akstrinum.

Koma svo fólk... vanda sig í umferðinni og fylgjast með... það er allt of þunn lína milli lífs og dauða í sumum tilfellum.

Djö... aftur gleymi ég að setja inn myndirnar... en hérna eru þær... fyrst af köngulónni og svo Kvikindinu. Takið eftir því hvað vefurinn er flottur hjá henni og stór!













Lag dagsins er High Speed með Coldplay.

Kettlingurinn og köngulóin 

Kejettlíngurinn ég fór áðan uppá skrifstofu Stúdentagarða til þess að malda aðeins í móinn í sambandi við kvörtunina sem mér barst. Ég sat þarna frammi og talaði við forstöðukonuna á meðan tveir aðrir starfsmenn stóðu yfir mér! Þetta var óþægilegt. En samt sem áður náði ég alveg að koma mínu til skila og forstöðukonan taldi þetta ekki vera of alvarlegt þó svo að bréfið hafi verið harðyrt viðvörunabréf. Mér er ótrúlega létt eftir að hafa talað við hana og mér þótti hún sýna mér skilning. Hún sagði t.d. að þegar væri farið að nálgast próf þá væri yfirleitt meiri pirringur í fólki og að það væri líklegra að fólk sendi inn kvörtun í stað þess að fara og biðja um að lækka eða leiða þetta hjá sér.
Ég er nefnilega búinn að vera hálfhræddur um að grípa í gítarinn hérna heima vegna þess að vera mín á görðunum er núna algjörlega á valdi og miskunnar eins aðila í húsinu, sem getur skilgreint orðið hávaði alveg nákvæmlega eins og henni sýnist! Það er helvíti hart finnst mér...
En ég er búinn að lofa bót og betrun... sem verður a.m.k. út sumarið þar sem að Hlynur verður hjá mér alla daga sem ég er ekki að vinna nema 3. Það er ágætt... og svo fer að styttast í DENMARK! En það verða þá greinilega einhverjar breytingar hér í haust:
Ekki partý langt fram á nótt 2svar í mánuði, engum sígarettustubbum skotið út á leikskólalóðina, ekkert grill í gangveginum og alls engar rafmagnsgítaræfingar! Það ætti nú ekki að vera mikið mál að halda þessu til streitu þangað til annað hvort okkar klárar skólann... ég eða miskunnarsami nágranni minn?

Gleymdi að segja ykkur frá köngulónni. Þóra kíkti til mín seinnipartinn í gær og tók eftir því að það var könguló c.a. 30-40 cm frá gólfinu fyrir framan þar sem svalarhurðin hjá mér er. Þegar ég fór að skoða þetta betur þá var hún búin að spinna þvílíkan vef frá því í nótt!!! Af því að ég lét rúllugardínurnar síga áður en ég fór að sofa í gær, nokkuð eftir miðnætti. Hún hefur verið innan við 10 tíma að sansa þennan þvílíka vef... ég tók af henni myndir og set þær annað hvort inn í dag eða á morgun. Kannski ég noti tækifærið og smelli nokkrum af Kvikindinu í leiðinni? Aldrei að vita.

Lag dagsins er 'Andlegt ofbeldi' með 'Nágrönnunum' eða 'Mental abuse' m/ 'The neighbours'.

miðvikudagur, maí 18, 2005

Skilningsleysi? 

Ég hef aldrei almennilega skilið muninn á kynferðislegum pælingum milli kynjanna. Og ég hef aldrei áttað mig á öllu þessu venus og mars dæmi. Ég hef aldrei fattað afhverju karlar hugsa með hausnum og en konur með hjartanu, bara hljómar rangt.

T.d eitt kvöld í síðustu viku, vorum við konan að koma okkur í rúmið. Þú veist, ástríðan fer síðan í gang og maður gerir sig líklegan til góðra gjörða. Þá tekur hún upp á því að segja "Æi ég er eiginlega ekki í stuði fyrir þetta núna, ég vil bara að þú haldir utan um mig"

Ég segi lágt( en hrópa í kollinum) HVAÐ!!!!!!!. Hvað er eiginlega í gangi hugsa ég.

Hún svara furðulostna svipnum mínum með því að segja: "Getur þú ekki bara elskað mig fyrir hver ég er en ekki fyrir hvað ég get gert fyrir þig í rúminu."

Það sem allir kærastar/eiginmenn hræðast mest að heyra frá konunni sem þeir ætla að eyða lífinu með er: "Þú ert bara ekki í snertingu við mínar tilfinningalegu þarfir sem kona og því er ég ekki klár í að fullnægja þínum líkamlegu þörfum, sem maður.

Þegar ég áttaði mig á því þetta kvöld að ég var ekki að fá neitt, snéri ég mér við og fór að sofa. Strax næsta dag ákvað ég að taka mér frí frá vinnunni til að geta eytt deginum með konunni minn. Við fórum út og fengum okkur hádegismat saman og fórum svo í eina af tveimur stóru, stóru fjölverslunum þar sem er hægt að fá nánast allt. Ég gekk um með henni á meðan hún mátaði hin og þessi dress sem kostuðu mis mikið en flest þó mjög dýr. Hún var að vandræðast mest með einhver tvö dress, hvort dressið hún ætti að kaup. Þar sem ég var fullur iðrunar á skilningsleysinu mínu gagnvart henni kvöldinu áður sagði ég, "því kaupir þú ekki bara bæði."

Hún vildi fá nýja skó sem pössuðu við nýju dress-IN. Þannig að ég sagði, "Því ekki að kaupa þá bara 2 pör". Þar á eftir lá leið okkar að skartgripadeildinni þar sem hún rasaði út og valdi flott par af demanntseyrnalokkum.

Ég get sagt ykkur það, að hún var svo spennt yfir þessu öllu saman að ég hef bara sjaldan séð annað eins, líklega haldið að ég væri að reyna að nálgast hana betur en ég hafði áður gert. Ég hélt í smá stund að hún væri að testa mig, hún nefnilega bað mig um svona tennis-svitaband, og hún spilar ekki tennis. Ég held að hún hafi orðið frekar hissa þegar ég sagði "já já , það er í góðu ástin mín". Hún var nánast að fá kynferðislega fullnægingu í öllum þessum innkaupa hamagangi.

Brosandi út að eyrum full af væntingum og ánægju sagði hún loksins "Jæja, ég held bara að þetta sé allt" (gott hugsaði ég og leit á tvær stútfullar innkaupakerrur af hamingju). Við skulum fara á kassann og borga !!!!

Ég gat varla hamið mig þegar ég sagði við hana "Nei elskan, ég er bara ekki stuði fyrir þetta núna."

Andlitið á henni varð skyndilega bara autt, eitt stórt ekkert. Kjamminn á henni lafði niður á gólf, þegar hún loksins kom útúr sér... HVAÐ?!?

Þá sagði ég "Nei í alvöru elskan, ég vil bara að þú haldir á þessu í smá stund, Þú ert bara ekki í nægri snertingu við fjárhagslegar þarftir mínar sem maður til að ég geti fullnægt þínum fjárhagslegum þörfum sem kona.

Og akkurat þegar hún gaf mér þetta augnaráð eins og hún væri að fara að drepa mig, bætti ég við "Afhverju getur þú ekki bara elskað mig fyrir hver ég er, en ekki fyrir það hvað ég get keypt handa þér.

Það er óþarfi að tíunda eitthvað frekar um það en ég fékk ekkert þetta kvöld.

Sjúkkett! 

Nonni kom í gærkvöldi og fixaði þetta shit hjá mér. Þessi kvefpest ætlaði nú að valda okkur hugarangri... sérstaklega þar sem að vírusinn var að reyna að brjótast inn í einhverjar 400ogeitthvað tölvur seinasta sólarhringinn... Hehe... einn sem langar til þess að eignast vini... Ég er þegar búinn að skýra þennan vírus í höfuðið á nágranna mínum sem öfundar mig svo af því að eiga vini.
Ég spjallaði aðeins við Rögnu vinkonu í kvöld og við komumst að því að þetta væri hreinlega typpaöfund í henni! Ragna stakk þá upp á því að ég myndi taka hana að mér í Freudíska meðferð (5000 kall sessjonið...) en ég er ekki viss um að ég myndi treysta mér í það... og þar að auki myndi ég líklegast bara afhomma hana í leiðinni!!!

HAHAHA... en nóg af rugli... langaði bara til þess að henda á ykkur línu, svona í tilefni þess að ég kemst á netið án nokkurra vankvæða.

Minn tryggi skápalesarahópur (fyrir utan Láru væntanlega...) ég set inn mynd af Kvikindinu fljótlega... við tækifæri...

Lag dagsins í dag er án efa 'Schools out' með Alice Cooper sem væntanlegur er til landsins. Óstaðfestar fregnir herma að Eric Singer trommari Kiss sé í bandinu hans... en hann er meðal annars einn minnsti trommari sem ég hef séð REAL LIFE á ævinni... Hananú!

School's out for summer
School's out forever
School's been blown to pieces... Dí rí rí...

þriðjudagur, maí 17, 2005

Vírus... 

ætli það sé ekki bara eðlilegt að tölvan mín sé komin með vírus eftir að ég er búinn að vera veikur? Það er kannski fáránlegt að hugsa til þess að ég hafi smitað tölvuna mína af einhverjum líffræðilegum kvilla... en það er kannski alveg mögulegt?!?
Ég performaði vírustsjékk á henni í gær og það fundust 3 vírusar og ég náði ekki að eyða út nema 2ur. Þannig að Nonni frændi ætlar að kíkja á mig í kvöld og gefa tölvunni minni pensilin. Ég ætti kannski að troða í geisladrifið mygluosti? það er allaveganna pensilin í þeim osti...

Lag dagsins er 'Where have all the flowers gone' og heimasíða ársins er:

housecall.trendmicro.com sem er svona vírustjékk í gegnum internetið. Þetta er skotheldasta, up do date vírusleitarforritið sem maður kemst í ókeypis í dag... 10 sinnum betra en Norton. Hananú.

There's something smelly in the state of Denmark...

Rock n' roll!

mánudagur, maí 16, 2005

Hasslykt... 

Fór á miðvikudaginn með Atla bró á The Doors tribute band... sem ég var reyndar búinn að segja frá. Ég var reyndar ekki búinn að segja ykkur frá því að þegar ég fór á klóstið nokkuð eftir hlé var alveg þvílíka hasslyktin á klósettinu... einhver að fá sér eina jónu til þess að áhrifin af mússíkinni skili sér nú á réttan stað... mér finnst það alltaf vera frekar spez að fólk sem er komið vel yfir tvítugt fá sér jónu eða í haus eða eitthvað... en það eru náttúrulega sumir sem fíla þetta... þannig er það bara.
Skellti mér svo í gær á Papana á Breiðinni heima á Skaganum... það er nú ekki frásögu færandi nema að ég fór heldur snemma heim að þessu sinni... það var bæði allt of troðið á þessu balli og loftræstingin var eitthvað að klikka þarna. Þvílíkur hiti og stækja... meikaði þetta bara ekki.
Heimir, fyrrverandi og núverandi vinnufélagi, nágranni og gæðablóð þeyttist með mig í gær eins og hann væri að keyra Ms. Daisy! Takk fyrir skutlið félagi... þú átt einn stóran greiða inni hjá mér!
En mér fannst það heilhveiti sniðugt að bæði Þórður, ástarleikmaður Mömmu Rokk lyktuðu eins og Cannabis Sativa plantan :þ
Mér fannst það nú bara fyndið... en fyrir þá sem þekkja til er hasslyktin það spez að maður gleymir henni aldrei ef maður hefur fundið hana einu sinni. X var nú ekki sátt við þetta komment frá mér en hey... þetta hefur kannski bara verið í nefinu á mér? :þ
Þórður hló nú bara að þessu og sagði að Mamma Rokk hefði keypt þessa lykt fyrir hann seinast þegar hún kom að utan... sem er í góðu lagi... og minnir mig á atriðið úr 'Just Married' þegar þau eru að fara heim að lokinni brúðkaupsferðinni. Í tollinum eru þau spurð hvort að þau séu með einhvern tollskyldan farangur og þá segir gellan: Nope, nothing... except my husband has 2 pounds of Cannabis stashed in his rectum. HAHAHAHA og svo þegar hann kemur inní flugvélina eftir leitina segir hann: My first sex in this honeymoon was with a tall man named Santigo!

Lifi rokkið...
Lag dagsins í dag er Coke-lagið... I'd like to buy the world a home... furnish it with love... grow appletrees and honeybees and snowwhite turtledoves...

laugardagur, maí 14, 2005

Eftir því sem minna maður skrifar... 

því fleiri kommenta... alveg búinn að sjá það... Best að hafa þetta stutt.

föstudagur, maí 13, 2005

Æ-kjú-test og árekstur... 

Congratulations, Rokkarinn!
Your IQ score is 131

This number is based on a scientific formula that compares how many questions you answered correctly on the Classic IQ Test relative to others.

Your Intellectual Type is Visual Mathematician. This means you are gifted at spotting patterns — both in pictures and in numbers. These talents combined with your overall high intelligence make you good at understanding the big picture, which is why people trust your instincts and turn to you for direction — especially in the workplace. And that's just some of what we know about you from your test results.

Hmm... væri það nú ekki yndislegt ef maður gæti fengið bara komplít niðurstöður úr æ-kjú-testi á netinu? Það er nú svosem alveg hægt... fyrir $19,25 á mánuði... djöfulsins sölumennska þetta net allt saman...

Eníhú... ég og Hlynur skelltum okkur aðeins í IKEA í dag og þegar við vorum að fara voru eldri hjón eða frekar roskin hjón að bakka út úr stæðinu. Karlinn ók og konan var farþegi. Allaveganna... til að gera langa sögu stutta baðaði ég út höndunum til þess að reyna að fanga athygli mannsins ákkúrat á þeirri stundu sem hann var að bakka út úr stæðinu... en of seint. Skruðningar og brothljóð... Þá bakkaði hann á eldri konu sem var búin að leggja bílnum sínum fyrir aftan bílinn hans. Karlinn sem var að keyra var bara ekkert að fylgjast með og var ekkert búinn að kíkja í spegla eða neitt því annars hefði hann séð bílinn. Þar að auki bakkaði hann í raun bara blint afturábak því að hefði hann snúið sér við í sætinu til að sjá aftur fyrir bílinn hefði hann séð bílinn.

Æji... mér finnst þetta svolítið spez. Hjónin voru á nýlegum Lancer (2001 eða yngra) og konan sem þau bökkuðu á var á Yaris eða eitthvað álíka... og álíka nýlegum. Mér sýndist nú ekki svo mikið sjá á Lancernum en brettið, stuðarinn og líklegast skotthlerinn á Yarisnum er líklegast ónýtt. Þetta er bara eitt enn dæmið (svo að maður alhæfi nú aðeins) um hættulegt eldra fólk í umferðinni. Ég sá þetta gerast svo hægt... og það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hefði karlinn ekki bara bakkað blint út... En af tvennu illu þá er maður feginn að svona óhapp hafi orðið á bílastæði þar sem báðir bílarnir voru kyrrstæðir (svo gott sem) í stað þess í umferðinni á einhverjum 50+ kílómetrahraða. Ég er alveg á því að eldri borgarar fari í einhverskonar stöðupróf... um og/eða yfir 65 ára... held að það sé bara nauðsyn...

Hvað finnst ykkur?

fimmtudagur, maí 12, 2005

Góður dagur... 

Klukkan er reyndar rétt eftir miðnætti aðfararnótt fimmtudags... en ég ætla að skrifa þennan póst í nútíð eða samtíð í staðin fyrir að skrifa hann eins og ég hefði skrifað hann í gær... fyrir miðnætti semsagt núna...

Dagurinn í dag er dagurinn í gær... variggi eitthvað íslenskt dægurpoppslag á þessa leið? Góður dagur í dag allaveganna... (minni á fyrstu greinarskilin...) stundum er lífið bara þannig að maður virðir varla dags-daglegu hlutina viðlits. Lítil atriði eins og að bíllinn manns fari í gang... eða dramatísk takk-fyrir-daginn-í-dag-sakna-þín-þangað-til-á-morgun stemning í vinnunni er eitthvað sem maður vill oft taka sem of sjálfsögðum hlut... eða sem miður mikilvægum hlut.
Ég veit eiginlega ekki af hverju ég er í þessu skapi núna... kannski af því að uppvaskið bíður mín? eða af því að ég nenni ekki að fara að sofa? Allaveganna... þá veit ég það ekki.

Dagurinn í dag, þessi hversdagslegi dagur byrjaði á því að ég fór með Kvikindið á verkstæði til þess að láta skipta um tímareim. Á leiðinni heim í strætó hitti ég frænku okkar systkinana úr 'Skagablaðshverfinu' og við spjölluðum alveg frá Kópavogi niður á Hlemm... ég fór á pósthúsið og sótti þar tvær bækur sem ég átti von á og rölti í köldu vorveðri heim framhjá Alþingishúsinu, Ráðhúsinu og Aðalbyggingu háskólans. Ég rétt náði að opna kassana áður en ég fór út til þess að setja vatn á DPD til þess að ég kæmist nú alla leið til læknis út á Seltjarnarnes. Ég er víst ekki með bólgu í eyrunum þó svo að mér finnist það og skv. lækninum má rekja þess tilfinningu til þeirrar staðreyndar að ég sé með eyrnarlokka í eyranu... hversu SILLY sem það hljómar. Eftir sturtu renndi ég uppí Kringlu til þess að fá mér 'eggjanúðlur með kjúkling' hjá Nings og beint í vinnuna. Krakkarnir voru bara ótrúlega þæg, stillt og góð í dag (eins og þau eru flesta daga...) og ég kvaddi Natösju. Ég og Natasja vorum að vinna saman í seinasta skipti í dag... því á sunnudaginn fer hún aftur heim til Júgóslavíu. DSJenný kom með kök-a sem var svona brúnkaka með últrakremi og þó svo að kökusneiðin sem ég fékk hafi verið c.a. 4x4 cm þá byrjaði ég bara að brosa eins og hálfviti við fyrsta bita (þessi kök-a var sætari en allt sem sætt er og ég fann bara hvernig sykurinn þaut á nanósekúndum út um allan líkamann og hverja einustu æð og ég bara brosti í eftirvæntingu eftir næsta bita. Að lokinni vinnu fór ég á DPD uppí Kópavog til þess að sækja Kvikindið og tók Anes (Anders) með mér. Ég tók til í DPD á nokkrum sekúndum og kenndi Anes (Anders) á helstu trikkin við DPD. Svo ók hann af stað á DPD og ég á Kvikindinu. Anes (Anders) ætlar að vera með DPD í láni þangað til að hann fer aftur út til Danmerkur (5. jún). Ég horfði á eftir DPD með miklum söknuði því þar fer þægilegur, áreiðanlegur og tilfinningalegur bíll... :'(

Ég kom heim og pakkaði inn gjöfinni fyrir Agga og hélt á HRC (HardRockCafé) í Kringlunni til þess að hitta Agga og Atla og fá mér eitthvað að jéda. Aggi var hæstánægður með gjöfina frá okkur systkinunum en við gáfum honum 'The Doobie brothers - Live at the Wolf trap' DVD og miða á tónleikana með 'Velvet Revolver'. Nettur pakki þar á ferð. Við ræddum um heima og geima... tónlist og ekki... hlóum mikið... eiginlega eins og skátastelpur stundum :þ

Ég og Atli renndum svo heim og kíktum aðeins í bækurnar sem voru að berast og fórum svo niður á Gauk á stöng til þess að hlýða á The Doors tribute bandið. Ég þekki persónulega 3 af 5 meðlimum þessarar hljónstar og var 98% ánægður með þessa tónleika. Fyrir hlé hjá þeim vantaði hreinlega eitthvað uppá sem vantaði SVO ekki eftir hlé. Algjör snilld og snilldarútfærsla. Daði og Börkur Birgissynir eru í þessu bandi ásamt Pétri Sigurðssyni en þess má til gamans geta að Birgir faðir þeirra bræðra kenndi mér í grunnskóla og Pétur ætlar að vera með mér í hljómsveit (þó ekki í fyrsta sinn) núna í sumar og vetur (til að byrja með).

Sit hérna heima... bara nett ánægður með hversdagsleikann og íhuga alvarlega að byrja á uppvaskinu...

Lag dagsins er 'To be or not to be...' með Shakespear. :þ

miðvikudagur, maí 11, 2005

Helga ammælisbadn 

Hún átti ammælígjær... hún átti ammælígjær... húnáttiammæææææælígjær'únHELGA! Hún átti AMMÆLÍ (Mamma Rokk í bassa) GEJÆÆÆEER!
Til hamingju með afmælið í gær essgu systir. Ástæðan fyrir því að ég setti þetta ekki inn á bloggið mitt í gær er einfaldlega sú að ég komstiggi í tölvuna mína fyrr en eftir miðnætti og þá komst ég ekki heldur inn á bloggerinn. Sry dúd.

Fór í gær á hljónstaræíngu á nýja bílnum mínum. Stoppaði fyrst í Lasanja hjá Mömmu Rokk. Við hringdum í Helgu til að óska henni til hamingju með daginn en þá kom á daginn að hún var bara ekkert heima. Ég þakkaði henni KÆRLEGA fyrir að vera ekki heima á afmælisdeginum í símsvarann. Svolítið dónalegt... en hey... allt er grín í alvöru nema alvara sé!

Hlynur hrindi svo í mig í gærkvöldi til þess að tilkynna mér að hann væri búinn að missa sína fyrstu tönn! :D Ég spurði hann að því hvernig það væri að tala svona tannlaus... „Ég tala alveg rétt sko... eða alveg venjulega.“ HAHA... snillingur. Ég er að fara að sækja hann núna á morgun og horfa á hann ásamt fleirum í leikskólanum performa á útskriftinni sinni. Ég hlakka til.
Svo þegar símtalið var næstum hálfnað bað hann mig um að bíða aðeins á meðan hann skryppi á klósettið að pissa! :þ Ég heyrði að hann lagði niður tólið og svo kom hann eftir smá stund. Samtalið endaði svo á þessum nótum: „Heyrðu pabbi, Strákarnir eru að byrja... má ég...“ Mér fannst svolítið eins og hann ætlaði að spyrja hvort að hann mætti ekki bara hringja í mig þegar þátturinn væri búinn... en ég kvaddi hann bara með því að segjast ætla að sjá hann ekki á morgun, heldur hinn.

Ótrúlegt hvað þau stækka fljótt þessi börn.

Ég fór með Kvikindið á verkstæði í morgun til þess að láta skipta um tímareim. Betra að gera það fyrr en seinna vegna þess að þetta getur eyðilagt vélina ef tímareimin fer. Suggested tími til þess að láta skipta um tímareimina er 70-90 þúsund kílómetrar.

Fattaði það svo þegar ég var kominn upp í Mosó (eða Mosfellssveit eins og Svabbi kallar þetta) að gangnalykillinn var heima í Díp Pörpúl Drekanum... en ég hringdi núna áðan í Spöl og Lára skápalesari sagðist nú ætla að redda þessu fyrir mig og flytja lykilinn yfir á Kvikindið. Hún sagði mér einnig að drífa mig í að fá mér nýjan lykil og festa kvikindið í gluggann á Kvikindinu... því annars fengi hún myndir af mér í hvert skipti sem ég færi í gegnum göngin. Mér finnst það nú bara krúttlegt (vek athygli á umræðunni um fullorðna karlmenn sem nota orðið 'krúttlegt' seinna... það er nú bara krúttleg umræða...) og ég myndi leggja töluvert á mig til þess að hún gæti nú fengið sæmilega skopmynd til þess að hafa á 'Desktopinu' í tölvunni sinni... hún hló bara að því og sagði að það yrði ekkert sniðugt... kannski ekki til lengdar... true.

En allaveganna... þá er ég ekki með eyrnabólgu og þeir sem eru í læknisfræði lenda í því að það er farið heim til þeirra til þess að fullvissa prófnefn um að þeir séu í raun veikir ef þeir segjast vera veikir... hversu leim er það?!?

Lag dagsins er Sýndu mér leiðina með Pétri Framtönn eða 'Show me the way' w/Peter Frampton.

mánudagur, maí 09, 2005

Jæja ppl (pípol) 

Ég þurfti aksjúallí að skoða bloggið mitt til þess að komast að því hvenær ég bloggaði 'almennilega' seinast... 25. apríl... Kommon!

Það hefur nú ýmislegt á daga mína drifið síðan þá...
Látum okkur nú sjá... 29. apríl var ég með ammælispartý hérna sem tókst með afbrigðum vel. Ég bauð flestum af mínum vinum og hefði viljað bjóða fleirum en plássið leyfði það ekki! Ég troðfyllti íbúðina mína af frábærum vinum og fékk m.a. í ammælisgjöf: 2 rauðvínsflöskur, hvítvín, Tenacious D - The complete master works, inneign í Kringlunni rakspíra, sápukúlur, einnota myndavél og nærveru nokkra sem ég hef ekki séð í alltof langan tíma. Ég bjó til grillpinna til þess að grilla á grillinu sem Valla og Addi lánuðu mér. Þetta voru algjörir snilldarpinnar og svo grillaði ég líka rauðlauk í hlynsírópi... Mmm... algjör snilld.
Til að gera langa sögu stutta kom Villi Magg með Djembe-ið sitt, eina Konga-trommu og 2 litlar bongó. Leibbi kom með harmonikku sem afi hennar Rutar (kærustu Leibba) á. Ég og Danni Bjé spiluðum á gítar, Gulli spilaði á skeiðar og flestir sungu með! Þetta var ótrúlega gaman!!! :D
Ræstingarstjórinn í húsinu kom til mín 11:45 og bað okkur um að stoppa mússíkina sem við gerðum og pöntuðum leigara. Við fórum niður í bæ og skemmtum okkur vel eitthvað frameftir.
Á þriðjudeginum hringdi yfirumsjónarmaður fasteigna Stúdentagarðanna í mig til þess að ræða við mig um kvörtun sem barst vegna ÝMISSA atriða... allt skrifað á mig!
Ég hlustaði með athygli á meðan hún renndi yfir það sem var fjallað um. Þetta var nokkurnveginn á þessa leið:
-Partý á föstudeginum sem endaði með brotnum húsgögnum!
Ókey... það reyndar eyðilagðist stóll hjá mér en við hlógum bara að því þegar Jonni seig hægt afturábak í stólnum. Það var komin sprunga í járnið (svona óldskúl bast-eldhússtólar sem voru til á hverju heimili...) og þetta var nú bara tímaspursmál hvenær stóllinn myndi fara. Hann pompaði ekki eða neitt... þannig að það var enginn skaði skeður.
-Grill í gangveginum!
Ókey... ég fékk lánað grillið á föstudegi hjá Völlu og skilaði því á miðvikudegi. Grillið var fyrir utan útidyrahurðina hjá mér í 5 daga og þar sem að ég þekki 3 af 4 einstaklingunum sem grillið er í 'gangveginum' hjá þá veit ég að þeir hefðu sagt eitthvað við mig hefði þetta verið fyrir þeim eða farið í pirrurnar á þeim... sem þeir gerðu ekki.
-Reykingar í sameign!
Ókey... ég reyki fyrir utan hjá mér og það getur ekki verið að það sé hægt að banna mér að reykja 'í sameigninni' þar sem að þetta eru pallarnar fyrir utan hjá okkur! En ókey... ef það er bannað þá eru fleiri í þessu húsi sem reykja og ég veit að við erum a.m.k. 3 á minni hæð sem reykjum... þannig að það er ekki hægt að skrifa eingöngu á mig.
-Skjóta stubbum út um allt!
Eins og þeir sem koma til mín í heimsókn vita að þá er ég með flösku með vatni í til þess að setja stubbana í. Þetta er yfirleitt Coke-flaska þannig að það er tappi og engin viðbjóður af þessu nema útlitslega.
-Skjóta stubbum inn á leikskólann (lóðina) fyrir aftan húsið!
Riiiiiiiight! Auk þess er mjög erfitt að drífa þangað án þess að vera með einhvern killer meðvind.
-Rafgítaræfingar!
HAHAHA... en ég gríp af og til í kassann... ég spila ótrúlega sjaldan á rafmagnsgítar hérna í íbúðinni og þegar ég geri það þá hef ég verið að spila í gegnum 'Lúppsteisjonið' mitt og þá alltaf með heddfóns... ég nenni ekki að vera að spila gegt lágt þegar ég get blastað í eyrun á mér. Þar að auki finnst mér ágætis virðing við nágrannana mína að spila ekki á kvöldin eftir 10(22) þar sem að ég veit að það eru ekki allir með sama tónlistarsmekk og ég (því er nú verr...).
Yfirumsjónarmaðurinn ætlaði nú alltaf að senda mér skriflega kvörtun en ég er búinn að bíða núna í nokkra daga og það bólar ekkert á henni... ég vill endilega fá hana vegna þess að mig langar til þess að svara fyrir mig... auðvitað lofa ég betrun og bótum... sérstaklega með að skjóta stubbum inn á lóð leikskólans og vera með grill fyrir utan íbúðina mína... sér í lagi.

Ég veit nú alveg hvaðan þessi kvörtun kemur og ég læt það ekkert fara í mig... kvartarinn hefur haft horn í minni síðu frá því að ég kom hingað... og það er líklegast af því að ég reyki... eða á vini eða eitthvað álíka... Mér er alveg sama, læt það ekki fara í mig frekar en annað... samkvæmt námsefninu leiðir pirringur bara til streitu og kvíða sem getur haft neikvæðar sálrænar afleiðingar og þó svo að ég tali nú ekki um líkamleg einkenni og lýti (sem þessi manneskja má ekki við). Útrætt.

Á laugardeginum 30. apríl spiluðum við í Álversbandinu í afmæli hjá Sigurjóni hljómborðsleikara sem haldið var í Sörlaheimilinu einhversstaðar lengst fyrir utan Hafnafjörð. Spileríið gekk rosalega vel og við spiluðum í svona 2 og hálfan tíma! Gegt stuð.

Á þriðjudeginum fékk ég svo úr tryggingunum og var það töluvert lægra en ég hafði haldið... en hey... fékk að halda bílnum. Hann er ekki ennþá seldur.

Á föstudaginn skaust ég til Selfoss með rútu og hitti Rögnu vinkonu, við rúntuðum um bílasölurnar á Selfossi og ég renndi svo heim seinnipartinn á Kvikindinu. Ég hugsa að Kvikindið flokkist frekar undir frúarbíl í staðinn fyrir hnakkabíl... en það er allt í lagi. Staggreiddi Kvikindið og fór heim með bros á vör.

Svo eftir prófið í dag renndi ég með Kvikindið í skoðun og þetta er í fyrsta skipti sem ég á bíl sem rennur í gegnum skoðun án fjárútláta! Þokkalega ánægður með það :D
Kvikindið er Toyota Corolla Luna H/B árg. 1998, ekinn 80þús. og það er mjög frúarlegur litur á honum... en það er alltílæ. Kann ekki að lýsa þessum lit án þess að sjá skoðunarvottorðið. Set inn mynd af honum einhverntímann.

Ójá, btw... Valla... ég vaxaði eina rönd af sköflungnum á mér einhvern tíman þegar ég var í Kynjafræðinni... bara til að prufa og það var SÁRT! Ég er feginn að ég hafi ekki byrjað í náranum! 0_0 Sjetturinn!

HAHAHA... en þetta er ágætislesning í bili. Ég er búinn í prófum og byrja ekki í Alvörunni (Álverinu) fyrr en 22. maí... svo förum við feðgar út 11. jún til Danmerkur... ég verð að viðurkenna að það er kominn svolítill spenningur í mig! :D

Lifi rokkið!

HAHAHAHA!!! 

Geðveikt fyndið!

laugardagur, maí 07, 2005

Hún er ekki kölluð Mamma Rokk fyrir ekki neitt... 



Og ef grannt er skoðað má greinilega sjá að Mamma Rokk myndar D með vinstri hendinni á fingraborðinu þó að ég viti ekki alveg hvort að hún sé að reyna að taka Fís í bassa... látum það liggja á milli hluta...

Ég er... 

183 cm á hæð...
með bólu á enninu...
búinn að fá mér nýjan bíl...
búinn að skíra bílinn 'Kvikindið'...
duglegur að læra...
orðinn veikur...
Spædormen...

fimmtudagur, maí 05, 2005

Búhúhú... :'( 

http://www.hugi.is/bilar/threads.php?page=view&contentId=2132614

mánudagur, maí 02, 2005

Hmm... kannski ég ætti bara að fá mér svona bíl? 

Hvern langar ekki til þess að eiga 'blessed' bíl? Spurning samt hvort að það sé alveg 5 milljónanna virði?

Læt ykkur sjálf dæma um það...

Bíll Benedikts páfa á uppboði á Ebay.de

This page is powered by Blogger. Isn't yours?