<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 08, 2022

Für Louise  

 




þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Að hugsa í lausnum 

Ég er búinn að velta hlutunum fyrir mér. Í náminu mínu á ég að ígrunda, hugsa um hlutina frá fleiri sjónarhornum heldur en mínu eigin til þess að geta orðið betri í því sem ég er að gera. Ígrundunin er samt eitthvað sem krefst æfingar. Ég get ekki hoppað úr líkama mínum og inn í hina og þessa til þess að fá fleiri sjónarhorn heldur verð ég að þjálfa sjálfan mig í að hugsa út frá þörfum mismunandi einstaklinga. Þá þarf ég að byrja á því að skilgreina sjálfan mig. Hver er ég og hvaða hlutverkum gegni ég?


Ég hef velt þessu mikið fyrir mér vegna þess að nú eru háværar raddir sem krefjast breytinga. Breytinga í Seðlabankanum, breytinga á Alþingi, breytinga á kjörum okkar og þar fram eftir götunum en hvað get ég gert? Jú, ég get mótmælt, ég get gefið mig á vald reiði minnar og óvissunnar, ég get útilokað mig frá fréttaflutningi eða ég get hætt að stressa mig á þessu ástandi af því að eitt er víst í íslensku samfélagi og hugum okkar, að þetta reddast fyrir rest. En ég vil gera meira, ég vil að rödd mín heyrist og ég vil virkilega leggja eitthvað fram sem nýtist einhverjum svo ég festist ekki í hugsunum mínum sem virka mjög einstrengingslegar núna. Ég vil breyta mínum hugsunarhætti fyrst að ráðherrar og þingmenn virðast ekki alveg heyra í mótmælum mínum né taka mark á reiði minni og svala óvissu minni.

Ég er því með nokkrar tillögur sem mig langar til þess að heyrist. Ekki vegna þess að þetta eru fullkomnar hugmyndir, langt í frá, heldur vegna þess að þetta er málefnaleg tilraun mín til þess að koma á breytingum í hugum okkar og hjörtum.


Í fyrsta lagi verðum við að horfa til þjóðarinnar. Við erum hörkudugleg þjóð sem hefur ótrúlega hátt hlutfall menntaðs fólks. Ég veit fyrir mína parta að þó svo að ég sé að verða sprenglærður þá finnst mér gott að grípa í hamar eða borvél af og til, til þess að minna mig á gildi þess að taka til hendinni, óhreinka hendurnar eða vinna ‘almennilega vinnu’ til tilbreytingar. Áður fyrr voru heilu húsin steypt með hörkuduglegu vinnuafli sem hrærði steypur í hjólbörum og báru langar leiðir, forverar okkar unnu myrkranna á milli til þess að brauðfæða fjölskyldur sínar án þess að kvarta. Tímarnir eru vissulega breyttir en ekki það breyttir að við höfum ekki gott af því að vinna líkamlega vinnu af og til. Það er akkúrat það sem við þurfum að gera núna. Amma mín sagði við mig um daginn að hún hefði farið í sína fyrstu utanlandsferð þegar hún var fertug en ég hef ferðast álíka mikið erlendis og hún á allri hennar ævi, fyrir þrítugt. Og nú þegar blasir við mikið atvinnuleysi verðum við að bregðast við til þess að halda þessu fólki hérna heima. Fyrst að stjórnvöld ætla einungis að bjóða okkur upp á að færa skuldadagana þá verðum við að koma með einhverjar hugmyndir sem eru betri en þeirra. Þó svo að þingmenn og ráðherrar séu 63 þá eru einungis 5 viðurkenndar hugmyndafræðistefnur í gangi inni á þingi og þau þurfa fleiri sjónarhorn.

Við verðum líka að átta okkur á því að konur hafa komið inn á þing í seinni tíð og það eru ennþá uppi umræður um að þær eigi ekkert erindi þangað. Það hefur verið tíðrætt að konur hafi lækkað laun stétta með innrás inn í karlastéttir. Við sjáum það skýrt og greinilega á kennarastéttinni. Fyrir um 100 árum síðan var kennarastéttin nær eingöngu karlastétt og launin voru þau sömu og ráðherra! En fyrir um 50 árum fóru konur að sækja í þessa stétt og launin stöðnuðu. Hvar værum við í dag ef kennarastéttin væri ennþá jafnvel launuð og þingmanna? Svo í seinni tíð hefur umræðan snúist um það að það megi ekki hækka laun kennara af því að þá rísi aðrar láglaunastéttir upp á afturlappirnar og krefjist kjarabóta!


Ég var eitt sinn í heimsókn hjá systur minni í Þýskalandi. Við sátum þrjú systkinin á kaffihúsi þegar maður á okkar aldri vindur sér að okkur. Hann spurði okkur út í þetta heillandi tungumál sem við töluðum og þegar hann var búinn að fá svar við því hvaða hrognamál þetta væri þá sagði hann við okkur fullur af öryggi að hann væri kennari. Okkur fannst það ekkert tiltökumál vegna þess að móðir okkar hefur verið farsæll kennari í rúm 20 ár. Aldrei hefur hún stært sig af því eins og þessi herramaður og það hefur aldrei þótt tilefni til. Kennarar hafa eitt mikilvægasta hlutverki að gegna í upplýstu samfélagi og það er að virkja og móta huga unga fólksins sem á eftir að stýra landinu. Þannig að við verðum að virkja það mannafl sem við höfum hérna og fyrsta hugmyndin snýr að kennurum og verkafólki landsins:


Ég legg til að við bjóðum verkafólki, í stað þess að vera atvinnulaus, að hjálpa til í skólum landsins. Iðnmenntað fólk getur aðstoðað í iðnnámi í framhaldsskólum og alls kyns verkefnum í skólunum. Þegar ég var í grunnskóla fengum við stærðfræðiverkefni þar sem við áttum að hanna leikvöll á ákveðnum fleti í heimabæ mínum og það hefði verið frábært að fá betri innsýn í verkefnið með aðstoð smiða, arkitekta og annarra sem gætu hugsanlega útskýrt fyrir okkur hvað felst í að koma fram með hugmynd, kostnaðaráætlun og þar fram eftir götunum. Þannig er hægt að nýta krafta verkafólks með því að aðstoða í kennslu til þess að koma ennþá betur til móts við nemendur auk þess að hægt er að aðstoða og hugsanlega útskýra suma hluti betur fyrir fleiri nemum.

Einnig væri hægt að nýta krafta sérmenntaðs fólks til þess að aðstoða nemendur og kennara í grunn- og framhaldsskólum í einstaka greinum eins og stærðfræði, efnafræði, eðlisfræði og íslensku. Stjórnmálafræðingar, sagnfræðingar og félagsfræðingar geta hjálpað til við íslandssögu, samfélagsfræði og lífsleikni til þess að hjálpa nemendum að skilja hvað er í gangi í samfélaginu. Einnig dettur mér í hug að hollt væri að kennarar í þessum greinum láti nemendur gera verkefni um ástandið. Komast að því hvernig ömmur og afar upplifðu fyrri efnahagsþrengingar og svo framvegis. Það getur einnig orðið umræðuhvetjandi inni á heimilum landsins og þjappi fjölskyldunum betur saman með því að eyða tíma saman og ræða upplifun og tilfinningar hvers og eins. Við þörfnumst þess og börnin okkar þarfnast þess.


Þetta gæti verið ákveðinn liður í því að stjórnvöld viðurkenni hluta af mistökum sínum sem voru að láta rekstur skólanna til bæjarfélaganna. Ávinningurinn væri fjölþættur og bæjarfélögum væri gert kleyft að auka tímabundið launakostnað sem færi annars hvort eð er í atvinnuleysisbætur en nýttust hins vegar betur fyrir fleiri einstaklinga samfélagsins. Þar að auki virðist karlmönnum eðlislægt, ef marka má þær upplýsingar sem við höfum fengið og ekki fengið frá ráðamönnum þjóðarinnar, að kenna. Að vísu er þar átt við að kenna öðrum um en að kenna engu að síður.


Nú er tími kvenna kominn í stjórnmálum. Karlarnir hafa algjörlega misst boltann og það er rökrétt að þeir víki. Við höfum fullt af færum konum í samfélaginu sem eru tilbúnar til þess að taka við og það er hlutverk okkar karlanna að styðja við bakið á þeim núna og í því eins og þær hafa stutt við bakið á körlunum í gegnum tíðina. Ég lít á það sem skyldu mína að tala fyrir þeirra hönd eins og þær hafa átt stóran þátt í því að gera mér kleyft að vera viðstaddan fæðingu sona minna, geta verið heima með þeim fyrstu mánuðina (fékk reyndar aðeins 2 vikur í fæðingarorlof þegar eldri sonur minn fæddist ’99) og leyft mér að mynda við þá geðtengsl án þess að vera litinn hornauga. Þær hafa barist ötullega fyrir þessum réttindum mínum án þess að hafa krafist nokkurs í staðinn og þær bera hagsmuni mína, barna minna og konu minnar að leiðarljósi. Þannig að þó svo það sé ekki nema bara í ljósi þess að karlar hafa klúðrað hlutunum eigum við að gefa þeim tækifæri. Þær eru tilbúnar.


Þriðja atriðið snýr að fæðingarorlofinu. Nú er lag að lengja það um þrjá mánuði. Það leysir ákveðinn vanda án mikillar fyrirhafnar. Staðreyndin er sú að það er hagur barnsins að foreldrar nái bæði að mynda sem sterkust tengsl auk þess að það hvetur feður enn frekar til þátttöku í frumbernsku barna sinna. Þar að auki hefur það verið margsannað að brjóstamjólkin sé það besta fyrir barnið og með því að lengja fæðingarorlofið er komið aukið svigrúm fyrir mæður til þess að hafa barnið lengur á brjósti og styrkja stoðkerfi barnanna sem og að með lengri brjóstagjöf verða börn bæði sjálfstæðari og sjálfsöruggari einstaklingar seinna meir sem samfélagið okkar þarf.

Við þurfum að einbeita okkur að börnunum á þessum tímum. Þau verða útundan, skilja ekki reiði, hræðslu og óöryggi foreldra sinna en með því að lengja fæðingarorlofið gerum við þau að sterkari einstaklingum þegar þau taka sín fyrstu skref í samfélaginu. Einnig léttum við undir í skólakerfinu með þátttöku fólks sem væri annars heima á bótum bæði með því að fjölga þeim sem sinna nemendum innan skólans auk þess að geta mætt þörfum nemenda á fjölbreyttari hátt.


Þetta eru einungis þrjár hugmyndir sem auðvelt væri að hrinda í framkvæmd á næstu vikum. Kennarar þyrftu einn til tvo auka daga (á fullum launum) til þess að skipuleggja aðkomu fólks úr atvinnulífinu inn í skólastofurnar sem yrði öllum til bóta.


Einnig væri mögulegt að viðskiptafræðingar og aðrir með stærðfræðilega menntun gætu boðið upp á aukna þjónustu í vor fyrir próf. Það gæti verið einhvers konar samfélagsþjónusta þar sem markmið þeirra væri að gefa af sér eitthvað til komandi kynslóða. Talnaglöggir einstaklingar sem gætu aðstoðað þá nemendur sem standa illa eða skilja illa stærðfræðina. Þar væri hægt að skapa samtök þar sem hver leggur klukkustund eða tvær af hendi rakna til góðs málstaðs.


Það er því fullt af tækifærum fyrir þá sem standa frammi fyrir atvinnuleysi, hvort heldur sem þau gefa sína vinnu að hluta á móti atvinnuleysisbótum eða að aukið fjármagn verði sett í skólakerfið í heild sinni. Þar á ríkisstjórnin að koma inn í óhikað vegna fjölþætts ávinnings fyrir samfélagsheildina. Atvinnulausir fá eitthvað að gera, börnin njóta meiri samvista við fullorðna, fólk hefur ýmis samskipti á fjölbreyttum grundvelli og þeir sem vilja og geta, geta gefið af sér á óeigingjarnan hátt til samfélagsins sem þjappar okkur saman og gerir okkur öll að sterkari heild fyrir framtíðina!


Raunhæft?

Virðingarfyllst,

Óli Örn Atlason

Uppeldis- og menntunarfræðingur og faðir


föstudagur, nóvember 07, 2008

Sinaskeiðabólga dauðans! 

Lítur nokkurn veginn svona út:

Myndin gerir þessu samt ekki nægileg skil... en þetta er langt í frá þægilegt!

fimmtudagur, október 30, 2008

4gra mánaða skoðun... 

Fórum með Helga Júlíus í skoðun í dag og fengum skoðun á hann... það má því keyra hann fram á næsta ár. Pjakkurinn orðinn 7,8 kg og 67 cm!!! Sem er ágætt af því að hann var 4360 g og 54 cm fyrir 4 mánuðum og 6 dögum síðan...

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir okkur þó svo að Karen hafi verið hörð á því að koma honum uppí 8 kílóin fyrir mánuði síðan en þetta er mjög gott framtak hjá drengnum sem er einungis á brjóstinu.
Það eru næstum breytingar og framfarir á hverjum degi hjá honum en þetta gerist alveg fáránlega hratt. Hann er á réttu róli með allar hreyfingar og getu miðað við aldur þannig að þetta lítur einstaklega vel út.

Set hérna inn nokkrar myndir af drengnum og bræðrunum saman:

HJ byrjaði á bakinu... þessi mynd er tekin 18.10 þannig að hann er ekki orðinn 4gra mánaða þegar tilraunir til viðsnúnings eru farnar að bera þennan árangur!

Hlynur einbeittur á meðan HJ sefur...

HJ með 'Lúlla' sem er víst ótrúlega gott að knúsa/troða í andlitið á sér þegar maður sefur...

'Look Ma'... no hands!' Ekki alveg... en næstum því...

Eins og pabbi sinn? Mamma segir það þannig að það hlýtur að vera sannleikur... mömmur hafa aldrei rangt fyrir sér...

Flottustu bræður í Evrópu!!!


HJ: Heyrðu... var myndatakan ekki búin?!?
HB: Paaaabbi...

HJ: Heyrðu... ég var eitthvað skrýtinn á seinustu mynd... ekki setja hana á netið!
HB: Hahaha... gott á þig litli bróðir!
Lag dagsins er 'He ain't heavy, he's my brother' með The Hollies

þriðjudagur, október 28, 2008

Sko... sagði ég ekki?!? - PART 1 

Hækkun vaxta...

föstudagur, október 24, 2008

Ísl-enska... 

Sá Motion boys í Kastljósinu áðan og það skapar íslenskum hljómsveitum kannski meiri sérstöðu að syngja á okkar skóla-oxford-ensku með miklum íslenskum hreim... ég veit það ekki en mér finnst það ekki eins pró og að syngja á ensku án þess að reyna að íslenska hana. Við erum náttúrulega með mjög harðan íslenskan hreim á ensku en mér finnst það ekki heillandi... en það er bara ég. Ég velti þessu fyrir mér vegna þess að Birgir Ísleifur heillaði mig mjög mikið með sínum söng í Byltunni þar sem þeir sungu á íslensku. En hvað er ég svosem að velta mér uppúr þessu... ég fíla yfirleitt ekki íslenskar hljómsveitir... eða hlusta lítið á þær... hvernig sem maður lítur á þetta.

Þetta minnir mig alltaf á þegar ég var í vist hjá Höllu frænku og Jóni í gamla gamla daga... þá átti Jón samtal við einhverja útlendinga og ég gleymi líklegast aldrei hluta úr setningu: „... we've been doing calculations“ sem hljómaði einhvern veginn svona: Víf binn dúíng kalkjúleisjons... en það er önnur saga.

Svo var ég að specca Journey to the Center of the Earth þar sem Anita Briem lék aðalkvenhlutverkið... og ég verð að segja fyrir mína parta að hún var töluvert betri í The Evidence þar sem hún lék bara lítið hlutverk... en það er náttúrulega bara mín skoðun... ég held að hún sé ekki komin í þetta kaliber að vera leikkona í stórum 'Hollywood' myndum. Ekki það að JttCotE sé einhver stórhollywoodmynd. Leiðinlegt þegar við fáum svona landkynningu eins og þarna og staðreyndir um Ísland skipta engu máli... eníhú... ég er svosem ekkert að kvarta... það er alltaf jákvætt að við séum ekki sýnd sem hryðjuverkamenn.

En yfir í málefni líðandi stundar... satt best að segja er ég kominn með mjög mikla leið á fréttaflutningi undanfarna daga, stöðugum fréttaflutningi af engu, hvernig Geir kemst undan því að svara því sem allir eru að spyrja um og hvað þingmenn vita í raun ekkert í sinn haus!
Klofning inná þingi af því að fólk er óánægt með Davíð, vanhæfni stjórnmálamanna yfir höfuð að vita ekkert hvernig eigi að gera þetta og svo snillingar, prófessorar, viðskiptafræðingar, hagfræðingar og allir aðrir eru að koma með einhverjar líklegar lausnir og svo fer þingið í allt aðra átt. Þetta er bara svo heimskulegt allt saman að það er alveg óþolandi.

En ég hef sagt það áður og ég skal bara setja það hérna svo þið hafið það skriflegt og svo að ég geti seinna sagt: „Sko! Sagði ég ekki?!?“

1. Þingmönnum og öðrum ráðamönnum er alveg skítsama um okkur.
2. Hér eiga vextir eftir að hækka
3. Verðbólgan á eftir að rjúka upp úr öllu valdi (meira en það sem komið er)
4. Davíð á ekki eftir að verða settur af

Ég fer út á svolítið hálan ís í þessari yfirlýsingu... en bíðiði bara... ég held að það sé líklegt að við þjóðin eigi eftir að borga brúsann með einum eða öðrum hætti... hvort heldur í því formi að ráðstöfunartekjur verði að engu vegna þess að verðlag eigi eftir að rjúka upp eða að vextir eigi eftir að hækka á okkur öll þó svo að okkur verði lofað að það sé bara tímabundið.

Þessir grasasnar sem sitja í þessari ríkisstjórn, sem ég KAUS EKKI BTW, eru ekki starfi sínu vaxin og það sést best á því að þau geta ekki unnið saman að lausn, eru ennþá í sandkassaleik þar sem þau eru að skíta yfir hvert annað yfir því hvað einhver sagði eða einhver sagði að ætti að gera og eru svo með andsvar við hvort öðru fram eftir degi!

Fyrir hvað er þetta fólk að fá laun?!? Drulla yfir aðra og verja sjálft sig fram eftir degi?!? Um eitthvað sem skiptir engu helvítis máli núna!!!

Reynið að drullast til þess að sinna vinnunni ykkar eða hafa hreðjar til þess að segja af ykkur ef þið getið það ekki!

Lag dagsins er Enginn lúxus, engin orð með Byltunni

fimmtudagur, október 16, 2008

Börnin eru ótrúlega næm á þjóðfélags'túrbulansið'... 

Skortsala?!?

IceSave farið?

Seðlabankastjórinn...

Spron það eina sem lifir af...

þriðjudagur, október 14, 2008

Lýðræðishalli... 

er skrumskæling á orðinu einræði... eða fjölræði eins og við Íslíngarnir búum við. En það er ótrúlega leiðinlegt að við getum ekki komið okkur saman um hvað skiptir máli, hverja við viljum að leiði land og þjóð og hvernig sé best að gera það. Þetta er ótrúlega sorgleg staðreynd en við erum náttúrulega eins misjöfn eins og við erum mörg og þar af leiðandi eru skoðanir okkar misjafnar... en nú þegar vandi steðjar að þá getum við dregið okkur saman og hlúð að hvort öðru... við þurfum bara að gera það líka þegar vel gengur. Það eru blikur á lofti að umhverfi stjórnmálamanna breytist í kjölfar líðandi atburða og þá er mikilvægt fyrir okkur að vega og meta stöðuna... ekki kjósa eitthvað af góðum vana... ekki kjósa eitthvað af því að þessi nær að tala þennan svo rosalega niður í svaðið... við þurfum að fá fólk sem við treystum til þess að stýra! Ég er bara aðeins að koma mér í gírinn fyrir næstu kosningar... það er ekki seinna vænna!!!

Eins og ég fagna því að konur séu komnar í bankastjórastöður þá þarf það ekkert endilega að þýða að þær séu komnar til að vera. Ég er hlyntur því að konur séu í stjórnunarstöðum sérstaklega vegna þess að þau fyrirtæki sem hafa haft konur í stjórnunarstöðum fyrir ofan glerþakið (sjá hér hvernig glerþak er notað í ýmsum útgáfum en gefur samt greinargóða mynd af hugtakinu) (og hérna ítarlega skilgreiningu á Wikipedia) hafa yfir höfuð verið rekin betur, skila meiri hagnaði og eru síður "áhættumeðvitundarlaus".

En það læðist að mér grunur (algjör paranoíja og samsæriskenningapæling) að þeim sé komið þarna fyrir til þess að mistakast. Nú hafa karlarnir verið við stjórnvölinn og þeir hafa bruðlað, bankarnir riðað til falls og nú eiga konurnar að fá sitt tækifæri.

Nema hvað að þó svo að þær séu bankastjórar þá eru þær í raun bara framkvæmdastjórar og hafa lítið með stjórnun bankanna að gera. Bankastjórnin er í höndum stjórnarráðs og eiginleg verkefni bankastjóranna nú er að reka fólk. Samnemandi minn komst þannig að orði í dag: „Nú er partýið búið og mamma er komin til þess að taka til“. En það er algeng sýn á kvenstjórnendur að þeir séu mömmur eða beisikklí ekki nógu góðir stjórnendur eins og karlarnir!

Mér finnst þetta sorglegt og ég vona að það komi ekki til þess að þegar bankarnir eru komnir á réttan kjöl að kvenstjórnendum í bönkunum verði gert að víkja fyrir körlum... bara af því að þeir eru miklu betri stjórnendur (sem er klárlega ekki sannað á þessum tímapunkti). Því það er hætt við því að þessar stöður verði auglýstar þegar bankarnir hafa verið réttir við og eru aftur komnir í einkaeigu eða tilbúnir í útrás númer 2.

Nú þarf bara að smalla glerþakinu á alþingi og losa okkur við þessa vanhæfu og þessa rykföllnu... skipta þeim öllum út fyrir konur... erþaggi?!?

mánudagur, október 13, 2008

Ókreditaður... 

já... ég kem fyrir í Spaugstofunni... ég kíkti á tónleikana þar sem Bubbi söng: Kál og hrífa er merkið mitt... merki garð...yrkjumanna. Bara fyrir þá sem vissuðaggi :)

En ég ætlaði að blogga um eitthvað alveg stórmerkilegt en er búinn að gleyma því núna...

Ánægður samt með Jóhönnu Sig... sendi póst á hana í morgun, hvatningarpóst og hún svaraði sjálf innan tveggja tíma. Það er nokkuð merkilegt útaf fyrir sig.

Hitti einn sem er að missa vinnuna sína og hann var furðubjartsýnn... það er kannski rímænder fyrir okkur öll að taka á þessu á sem jákvæðastan hátt... en það verður gaman að sjá hver verður útkoman úr næstu alþingiskosningum... plús það að ég er farinn að hallast að því að Þorgerður Katrín eigi ekkert heima í Sjálfstæðisflokknum. Talandi um teikn... þá afneitar hún Davíð, vill ESB og er kona! Nútíma Júdas? Á bara eftir að stinga kvikindin í bakið?

Mér finnst samt alveg endalaust sorglegt hvað alþingisfólkið er að eyða tíma í blammeringar... þessi vonarglæta sem Steingrímur Joð kveikti í okkur um daginn slökkti hann í dag. Kenna um... maður ætti að halda það að ráðamenn þjóðarinnar sem hafa rætt um að reyna að sigrast á þessum vanda strax og keyra það í gegn eru orðnir gegnsýrðir af einhverju 'bloodlust', blóðþyrstir á góðri íslensku (ákvað að hafa þetta á ensku fyrst ef Þorgerður Katrín les bloggið mitt). Ég var einmitt að ræða það um helgina að ef Steingrímur Joð væri laus við öll þessi gagnslausu og ómálefnanlegu viðhengi í sínum flokk þá hugsa ég að hann fengi hátt í 100% fylgi þjóðarinnar... en eins og ég segi... við bíðum og sjáum hvað gerist þegar kosningar nálgast... hvort að þjóðarfuglinn sveigir til vinstri og flýgur á 'einari'...

sunnudagur, október 12, 2008

Ræðu-/is-maður og skyggn... 

Var með erindi á málþingi Brjóstagjafavikunnar í Kennó á laugardaginn. Sem var skemmtilegt. Soffía vinkona bað mig um að koma með sjónarhorn karlmanns á brjóstagjöf og var yfirskriftin yfir erindinu: Stuðningur feðra við brjóstagjöf.
Ég braut niður hlutverk pabbanna og útskýrði fyrir mömmunum hvernig upplifun karla væri af þessu öllu saman auk þess að tilgreina hvernig við karlarnir gætum stutt við bakið á mjólkandi mæðrum. Þetta var mjög gaman og viðstaddir voru mjög ánægð með framlagið. Gaman að geta hjálpað á þessum síðustu og verstu ;) Hlynur og Helgi voru með okkur Karen í för og ég veit ekki hvort maður eigi að vera ánægður með yngri pjakkinn en hann var vakandi áður en ég byrjaði að tala en steinsofnaði... það fer tvennum sögum af því hvort að þetta hafi verið leiði eða huggun... að heyra pabba sinn rausa í um hálftíma.

Annars bara ágætt af okkur... þetta eru erfiðir tímar hjá öllum og stundum langar mig bara til þess að gráta... ekkert mikið en bara nóg til þess að koma þessu út úr systeminu. Þetta kemur mjög illa við suma og það eru margir sem hafa tapað miklu. Ég veit ekki hvort maður eigi að kenna útrásarfólkinu alfarið um þetta... ég get ekki alveg séð að lausafjárstaða bankanna sé alveg þeirra... en eitt er víst að ráðamennirnir eru 'over their heads' í þessu öllu.

Mér finnst samt eitt ótrúlega leiðinlegt í þessari stöðu og það er að við erum með fullt af sérfræðingum sem hafa verið dregnir inn af fjölmiðlum til þess að koma með athugasemdir um stöðuna. Þetta eru prófessorar í hagfræðum og viðskiptum og ég upplifi þetta þannig að æsifréttamennskan leitar þá uppi til þess að gagnrýna ráðamenn og seðlabankastjórann en af hverju fara þeir ekki niðureftir í stjórnarráðið, Alþingi og þessa staði sem er verið að funda og bjóða fram aðstoð sína? Af hverju ætlum við t.d. að verða þau seinustu í heiminum til þess að lækka vextina? Eru einhver haldbær rök fyrir því? Það poppa líka upp fleiri spurningar sem maður fær engin svör við... en ég er samt alveg með tvennt á hreinu:

1. Davíð á ekki að segja af sér og ekki heldur að fá tækifæri til þess... Ríkisstjórnin á að setja hann af. Þetta er bara spurning um prinsipp og líka til þess að athuga hvort að hann óskar eftir einhverjum risa starfslokasamningi við undirmann sinn af því að Geir er klárlega ennþá bara 'Mr. Number 2'... og hann verður aldrei neitt annað.

2. Jóhanna hefur gefið mér von að þetta leysist og að vandræði fólks leysist áður en krísan sjálf leysist. Hún er auðsjáanlega illa leikin af þessum harmleik öllum og það er ótrúlegt hvað hún ber hag okkar landsmanna í brjósti og gefur af sér við að reyna að koma málum þeirra verst stöddu í farveg. Á svona dögum kviknar upp stolt í manni að hafa svona frábæran kvenmann í brúnni og ég er alveg agndofa yfir styrk hennar og þrautseigju. Ég ætla meira að segja að senda henni tölvupóst á eftir til þess að lýsa aðdáun minni á henni og hvetja hana til þess að halda áfram að hugsa um okkur. Jóhanna er klárlega mamma Íslands... Fálkaorðuna? Hiklaust.

En í sambandi við skyggna hlutann í titil þessa bloggs þá fann ég erindi sem ég skaut til bæjarstjórnar Akraness frá því seint á árinu 2002. Þar er ég að hvetja þá til þess að laga gatnamótin fyrir ofan Miðgarð eða að koma ábendingum á framfæri við þá sem málið varðar. 5 árum fyrir banaslys... en þetta var ekki á þeirra könnu. Svona er þetta... það væri svosem hægt að benda í allar áttir til þess að finna einhvern sökudólg en stundum gerast hlutirnir bara eins og þeir gerast og það er ekkert sem maður getur gert.

Hugurinn er á reiki núna þegar ég ætti að vera að læra... en það styttist kannski í gjaldþrot hjá mér... andlegt... af því að maður á ekkert annað :þ

Lag dagsins er líklegast það lag sem passar best við stöðuna eins og hún er í dag... Down under með Men at work

miðvikudagur, október 08, 2008

Lýðveldið Ísland... 

Hvernig væri að við myndum breyta höfuðborginni úr Reykjavík í Sankti Geirsborg... að rússneskri fyrirmynd?
Hvernig væri að við myndum fækka ráðherrum úr 63 niður í c.a. 30? Til þess að vera með sambærilegan fjölda manna við stjórn eins og í öðrum löndum þá ætti tæknilega að vera um 10-15 manns í ríkisstjórninni... ef við setjum þetta upp á hinn veginn þá væri stjórn Bandaríkjanna (ef það væri "lýðræðisríki") með rétt rúmlega 60 þúsund manns í ríkisstjórn... að sama skapi væru þingmenn rétt rúmlega 12 þúsund í Bretlandi í staðinn fyrir um 1400 manns (í konungsríki).

Af hverju gæti það ekki gengið? 10-15 manns sem væru pólitískt kosin inn á þing sem fulltrúar íslensku þjóðarinnar... þá væri erfiðara að skýla sér á bakvið flokkinn sinn eða vera ósýnilegur á þingi auk allra ráðherranna (12) sem væru sérfræðingar ráðnir til þess að vera í þeim ráðherrastöðum sem við erum með? Af hverju ætti þjóðin ekki að fá að kjósa viðskipta- og hagfræðisérfræðing í stól fjármálaráðherra? Af hverju ættum við ekki að fá uppeldis- og menntunarfræðing sem menntamálaráðherra? Félagsfræðing sem félagsmálaráðherra og þar fram eftir götunum?

Af hverju þarf þetta fólk að vera pólitískt kosið og fer svo ekkert eftir því sem fólkið í landinu vill með því að mynda ríkisstjórn úr einhverri samsuðu?

Við værum því með 28 manna ríkisstjórn
-12 ráðherrar
-15 þingmenn
-1 forsætisráðherra

Það væri einnig skýrari mynd af því sem fram færi innan þingsins... við myndum ekki þurfa að horfa upp á endalausan skrípaleik í kringum þingræður og endalaus andsvör þar sem 'háttvirtur þingmaður' er ekkert annað en skítkast í felubúningi.
Þar að auki væru áþreyfanlegri manneskjur sem bæru ábyrgð á því sem færi úrskeiðis og það þyrfti ekki að leita endalaust að einhverjum sökudólgum?!?

En svona í lokin þá vil ég ekki að Davíð Oddson segi af sér og ætla ekki að skrifa undir áskorunar-/undirskriftalista þess efnis... ég vil að ríkisstjórnin setji hann af og ekkert kjaftæði! FÁ FAGMANN Í ÞETTA STARF!!!

Lag dagsins er Gleðibankinn með IceSave eða IcyFlokknum...

p.s.
Fagna því innilega að við séum að fara að fela kjarnorkuvopn fyrir rússana og í stríð við bretana... loksins fáum við tækifæri til þess að kýla úr þeim restina af sykurbrúnu- skökku tönnunum... :þ

fimmtudagur, október 02, 2008

Vísir að upptöku Evru?!? 

Menntamálaráðherra fór hamförum í fjölmiðlum í dag... Fabúlasjón og Túrbulans... (þess ber að geta að fabúla er til í íslenskri orðabók og menntamálaráðherra klárlega að vísa til þess orðs... en þetta hljómar samt óneytanlega eins og tilhneigin Georg W. Bush forseta BNA til að bæta '-ificate' eða '-ify' fyrir aftan orð... alveg random).
Guð minn almáttugur!!! Þetta er menntamálaráðherra okkar sem barðist fyrir því að íslenska titla á kvikmyndum til þess að vernda íslenska tungu og svo slettir hún í hverju einasta viðtali! Þetta er bara klárt dæmi um vanhæfni og kúgaða konu innan Sjálfstæðisflokksins að reyna að vera fínni en hún er... bara verst að hún er ekki að nota einhver fræðiheiti... sem eru að minnsta kosti viðurkennd innan samfélags menntafólks... eins og póst-módernismi, hegemónía og þar fram eftir götunum. Örvæntingarfull tilraun til þess að reyna að vera 'posh', að mínu mati.

Hvernig stendur á því að fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn? Ég held að ég sé alveg að missa mig yfir í að vera siðblindur á þeim forsendum að geta ekki sett mig í spor þessa fólks sem kýs þetta fólk til þess að stjórna þjóðinni. En það hafa svosem verið teikn á lofti um að Þorgerður líti ekki á sjálfa sig sem hluta af 'skítugum almúganum' eins og dæmið frá því á listahátíðinni gaf sterklega til kynna.

En eitt má hún eiga... að þora að segja Dabba kóng vera farinn út fyrir sitt verksvið... en það er kannski greinilegt dæmi um að loftið sé farið úr 'hárinu' eða 'mojo-inu' hans Dabba... En það er kannski þess vegna sem mann grunar að það sé verið að fara skoða Evruna ítarlegar... Menntamálaráðherra að æfa sig í útlenskum orðum, Sjálfstæðismenn farnir að hafna Kónginum og hann því líklegast á leiðinni út úr starfinu sem beið hans alltaf í arf eftir að þingmennsku lyki.
Hvað heldur þú?

Hvernig á að spara... 

Það eru margar leiðir til þess að spara í okkar daglega lífi nú á þessum allra síðustu og verstu...
Krónan er orðinn okkar stærsti og fallegasti foss og það sem betra er að fossinn sést núna hvaðan sem er úr heiminum. Við erum með flesta þingmenn miðað við höfðatölu í alheiminum og sú staðreynd magnar aðgerðarleysið á alveg fáránlegan hátt. Við erum með pólitíska eineltara í hátt settum stöðum og falsspámann sem engin tekur mark á en tekur samt ekki 'hintinu' og heldur bara áfram að láta vitleysuna vella úr sér. Þegar krónan fellur á svona tignarlegan hátt hverfa peningarnir í bensínið (sem virðist hækka oft á dag) og matarkörfuna. Það er því ráð að taka með sér smjörpappír út í búð (til að setja í botninn á körfunni svo að vörurnar hrynji ekki niður um þessi ógnarstóru göt að því er virðist) og tau-innkaupa-höldupoka (það getur vel verið að vörurnar tolli betur í þeim heldur en þessum götóttu innkaupapokum sem skila manni ekki heim 'öllum' vörunum sem maður hélt að maður hefði eytt öllum peningunum í).

Þegar við erum svo tekin ósmurt á bensínstöðinni og 'búðinni' þá hækkar hitaveitan... líklegast af því að það var svo heitt í sumar og af því að fólk er farið að nýta flíkurnar betur í hallærinu. Svo til þess að toppa allt saman þá ætlar Strætó bs (sem ég held að standi fyrir Búll-Sjitt) að hækka verðskránna hjá sér. Bara til þess að það svíði aðeins meira að fólk hafi ekki efni á að keyra einkabílinn.

En ég er með eitt gott ráð... Bláa kortið (gildir í 9 mánuði) hjá Strætó Búll-Sjitt kostar 30.500 og á eflaust eftir að hækka með breyttri verðskrá. Þá er bara um að gera að gera sér ferð uppí Borgarholtsskóla og skrá sig í dagnám þar. Skólagjald á bóknámsbraut gerir 12.100 krónur og maður fær strætókort frítt með!!!
Ég held að það græði allir á þessu nema Strætó Búll-Sjitt af því að skólinn fær auknar tekjur, gæði menntunar í BHS aukast (hægt að bæta aðstöðu, efni og kennarakost fyrir peninginn) auk þess að almúginn fær strætókort á skít og ekki neitt! Svo er bara hægt að flakka á milli skólanna eftir að maður hefur verið rekinn úr skóla fyrir slaka mætingu sem hugsanlega fyrnist á einhverjum árum. Þannig er hægt að koma sér niður á fyrirtækjum á borð við Strætó Búll-Sjitt fyrir að breyta leiðarkerfinu í sífellu og af algjör tilgangsleysi og Borginni fyrir að vera svona vitlaus að vera með 4 borgarstjóra á launum... af hverju megum við ekki græða líka?!?

Á næstunni koma einnig póstar um það hvernig eigi að leika grátt fyrirtæki á borð við orkuveitur, símafyrirtæki og stjórnvöld.
Lag dagsins er Taking back what's mine með The Society

mánudagur, september 29, 2008

Það er engin kreppa lýðskrumarinn þinn!!! 

Mér finnst það alltaf jafn æðislegt þegar fólk er að fussa og sveia yfir ríkisstjórninni sem það kaus sjálft yfir sig! Það er alveg magnað að Dabbi kóngur og Geir Hord drulla jafn mikið yfir eina þjóð eins og raun ber vitni. Að segja að það sé engin kreppa er bara alveg fáránlegt, ég spyr bara: hve mörg fyrirtæki og einstaklingar þurfa að fara á hausinn til þess að það sé hægt að tala um kreppu hérna? Er ekki nóg að rekstur þriðjungs fyrirtækja á landinu sé í hættu?

Dabbi og Geir lofa að krónan fari aftur í sama horf... og eigum við bara að bíta í súrt og grútmyglað epli þangað til? Hvað ef að gengið gengur ekki til baka?

Ég held að það sé helvíti kalt þarna í fílabeinsturninum núna þar sem þessir töffarar verða ekki varir við neina kreppu... með milljón á mánuði... þetta skiptir þá engu máli. En það er ekki eins og þeir séu ekki góðar fyrirmyndir fyrir landann... car-púla á leynifund í leynifélaginu...
Heilhveitis aumingjar!

föstudagur, september 19, 2008

Tvær algjörlega nauðsynlegar bækur í einkasafn bókaormsins... 

Sú fyrri er þessi:
Up Shit Creek: A Collection of Horrifyingly True Wilderness Toilet Misadventures by Joe Lindsay (Paperback - Aug 1997)
og sú seinni (og jafnframt meira ómissandi) er þessi:
How to Shit in the Woods: An Environmentally Sound Approach to a Lost Art by Kathleen Meyer (Paperback - Aug 1994)

Svo til að toppa allt saman þá getur maður verið í þessum búningi á öskudag:

Hot Sh!t búningur... instant hit!
Hahaha... Winnie the Shit!

þriðjudagur, september 09, 2008

Einu sinni var... 

Ég vissi það ekki en ég á tvífara í næstum því hverjum árgangi í einum skóla í BNA alveg frá c.a. 1950... án þess að segja eitthvað frekar þá læt ég ykkur um að dæma...














This page is powered by Blogger. Isn't yours?